Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri - 640 svör fundust
Niðurstöður

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?

Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í ...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Hvað eru uppbyggingarsjóðir ESB?

Uppbyggingarsjóðir Evrópusambandsins eru þrír: Byggðaþróunarsjóður, Félagsmálasjóður og Samheldnisjóður. Þeir hafa það hlutverk að styðja við markmið byggðastefnu Evrópusambandsins um að auka efnahags- og félagslega samleitni milli svæða sambandsins. Samanlagt hafa uppbyggingarsjóðirnir yfir að ráða 347 milljörðum...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Ríkjahópur gegn spillingu

Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur ...

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Leita aftur: